Fréttir

Sumar 2018

22.08.2018

Það var nóg að gera í sumar :)

Ábyrgðarstjóri suðumáli

21.02.2018

Frikki skellti sér einnig á námskeið sem heitir Ábyrgðarstjóri suðumála.

Þar lærði hann suðuaðferðir, suðuferla og hvernig á að verkefnastýra og nota suðuferla.

 

CE merking véla

20.02.2018

Frikki skellti sér á námskeið í CE merkingu véla.

Ýmislegt brallað í blíðunni

31.05.2017

Nokkrar myndir úr smiðjunni

03.03.2017

Stefán í viðtali við sjónvarp Íslandsbanka

03.03.2017

Hér er Stefán eigandi Eyjablikk ehf að segja frá fyrirtækinu :)

Eyjablikk gefur :)

27.11.2015

Eyjablikk ásamt þremur öðrum fyrirtækjum í eyjum tóku sig saman og gáfu fjórar ipad spjaldtölvur á Víkina. Víkin er 5 ára deild leikskólans í eyjum. 

Börn og starfsfólk Víkurinnar eru að rifna úr gleði með gjöfina sem á eftir að nýtast þeim vel í starfinu.

Skemmtiferð Eyjablikkara :)

25.11.2015

Lífið í Eyjablikk er ekki bara vinna frá 7:30 til 17:30 ;) Við eigum það til að skemmta okkur líka :)

Við tókum okkur til einn ískaldan föstudag og skelltum okkur í smá "vinnuferð" í höfuðborgina. Við kíktum í heimsókn í Marel og hentum okkur svo í smá bjórsmökkun á Skúla. Deginum var svo slúttað í Grímsborgum, þar dressuðu menn sig upp og skemmtu sér frameftir kvöldi.

Látum nokkrar myndir fylgja ;)

Starfskynning

13.11.2015

Við fengum flotta stráka í starfskynningu.

Þeir stóðu sig ljómandi vel og voru kátir með heimsóknina :)

Verklok á Nesjavöllum

29.09.2015

Okkar menn eru búnir að ljúka sínum verkefnum á Nesjavöllum og eru loksins komnir heim :)

Verkefnið gekk vel og göngum við stollt frá því.

Innlit í smiðjuna

10.09.2015

Það var heldur rólegt um að litast í smiðjunni í dag, flestir voru að vinna að verkefnum utan smiðjunnar :)

Nesjavellir

01.09.2015

Verkefni á Nesjavöllum eru búin að halda röskum Eyjablikkurum við efnið :)

Myndir frá Opnu húsi :)

18.08.2015

Það var mikið stuð og mikið gaman þegar við buðum gestum og gangandi að kíkja í smiðjuna og sjá hvað við erum að aðhafast svona dags daglega :)

Starfsmenn Eyjablikk skelltu sér svo á RibSafari í tilefni dagsins.

Opið hús :)

15.07.2015

 

 

Opið hús í Eyjablikk laugardaginn 18.júlí

02.07.2015

Eyjablikk hefur verið að taka töluverðum breytingum upp á síðkastið, húsnæðið stækkað og tækjakostur hefur verið uppfærður.

Af því tilefni langar okkur að bjóða Vestmannaeyjingum í heimsókn laugardaginn 18.júlí frá kl 10 - 13.

Allir velkomnir að koma og sjá hvað við erum að gera og skoða tæki og tól. Við ætlum að grilla pylsur, bjóða upp á kaffi og gotterí og vera með hoppukastala fyrir börn (og áhugasama fullorðna).

Hlökkum til að sjá sem flesta :)

Ný beygjuvél

29.05.2015

Og enn höldum við áfram að uppfæra tækjakostinn okkar. Ný beygjuvél parar vel við nýju klippurnar :) Stebbi er auðvitað mjög sáttur með gripinn.

Annars er bara góður föstudagur og nóg að gera hjá okkur eins og aðra daga.

Sumarið komið og nýju klippurnar líka :)

12.05.2015

Við höldum áfram að uppfæra tækjakostinn. 

Nýju klippurnar eru komnar á fullt í vinnu, og menn ánægðir með þær og spenntir að prófa og nota.

Leikskólinn Sóli í heimsókn

06.05.2015

6 strákar af leikskólanum Sóla kíktu í heimsókn til okkar til að skoða alvöru smiðju.

Samvinna í Eyjablikk

29.04.2015

Eyjablikkarar vilja hafa fallegt í kringum sig.

Eyjablikk og ÍBV endurnýja styrktarsamning

16.04.2015

Við hjá Eyjablikk erum stoltir styrktaraðilar barna og unglingastarfs ÍBV Íþróttafélags smile emoticon

 

ÍBV-íþróttafélag og Eyjablikk hafa endurnýjað samstarfssamning sinn en Eyjablikk hefur verið einn stærsti styrktaraðili yngri flokka ÍBV síðastliðin tvö ár.
Fyrri samningur tók gildi í byrjun árs 2013 og rann út í lok árs 2014. Nýr samningur tók gildi í byrjun þessa árs og gildir út árið 2016 og á þeim tíma mun Eyjablikk vera einn aðalstyrktaraðili yngri flokka félagsins.
Allir yngri flokkar félagsins verða merktir Eyjablikk á keppnistreyjum eins og undanfarin ár, auk þess sem fatnaður þjálfara mun verða merktur Eyjablikk.

ÍBV vill þakka Eyjablikk innilega fyrir farsælt samstarf og góðan stuðning í gegnum tíðina.