Fréttir

Opið hús í Eyjablikk laugardaginn 18.júlí

02.07.2015

Eyjablikk hefur verið að taka töluverðum breytingum upp á síðkastið, húsnæðið stækkað og tækjakostur hefur verið uppfærður.

Af því tilefni langar okkur að bjóða Vestmannaeyjingum í heimsókn laugardaginn 18.júlí frá kl 10 - 13.

Allir velkomnir að koma og sjá hvað við erum að gera og skoða tæki og tól. Við ætlum að grilla pylsur, bjóða upp á kaffi og gotterí og vera með hoppukastala fyrir börn (og áhugasama fullorðna).

Hlökkum til að sjá sem flesta :)