Fréttir

Hráfenistankar afhendir Ísfélagi Vestmannaeyja

12.02.2021

Í septmeber afhendum við Ísfélagi Vestmannaeyja nýja hráefnistanka fyrir hrognavinnsluna þeirra í Vestmannaeyjum, þetta verkefni var unnið í samstarfi við Skipalyftuna og þótti takast einstaklega vel.

Tankarnir voru smíðaðir í Hollandi af GPI Tanks & Process Equipment og fluttir heim af Cargow.

Uppsetning á þeim var í höndum Eyjablikks og Skipalyftunnar.

Júlí 2019

04.07.2019

Það stendur mikið til, nýr Herjólfur kominn til Eyja og styttist í að hann verði tekinn í notkun. Við fengum það verkefni að laga ekjubrúna á bryggjunni svo hún nýtist nýja Herjólfi.

Við smíðuðum viðbót við brúna, en viðbótin þarf að þola ýmislegt og er þess vegna smíðuð úr 20 og 30 mm þykku stáli og er með 40 mm polyethelyn í slitlistum. 

Við erum ekki vön að sjóða svona þykkt stál en það hafðist og þetta lék í höndunum á okkar mönnum. Enda eintómir snillingar að störfum :) 

Sumar 2018

22.08.2018

Það var nóg að gera í sumar :)

Ábyrgðarstjóri suðumáli

21.02.2018

Frikki skellti sér einnig á námskeið sem heitir Ábyrgðarstjóri suðumála.

Þar lærði hann suðuaðferðir, suðuferla og hvernig á að verkefnastýra og nota suðuferla.

 

CE merking véla

20.02.2018

Frikki skellti sér á námskeið í CE merkingu véla.

Ýmislegt brallað í blíðunni

31.05.2017

Nokkrar myndir úr smiðjunni

03.03.2017

Stefán í viðtali við sjónvarp Íslandsbanka

03.03.2017

Hér er Stefán eigandi Eyjablikk ehf að segja frá fyrirtækinu :)

Eyjablikk gefur :)

27.11.2015

Eyjablikk ásamt þremur öðrum fyrirtækjum í eyjum tóku sig saman og gáfu fjórar ipad spjaldtölvur á Víkina. Víkin er 5 ára deild leikskólans í eyjum. 

Börn og starfsfólk Víkurinnar eru að rifna úr gleði með gjöfina sem á eftir að nýtast þeim vel í starfinu.

Skemmtiferð Eyjablikkara :)

25.11.2015

Lífið í Eyjablikk er ekki bara vinna frá 7:30 til 17:30 ;) Við eigum það til að skemmta okkur líka :)

Við tókum okkur til einn ískaldan föstudag og skelltum okkur í smá "vinnuferð" í höfuðborgina. Við kíktum í heimsókn í Marel og hentum okkur svo í smá bjórsmökkun á Skúla. Deginum var svo slúttað í Grímsborgum, þar dressuðu menn sig upp og skemmtu sér frameftir kvöldi.

Látum nokkrar myndir fylgja ;)

Starfskynning

13.11.2015

Við fengum flotta stráka í starfskynningu.

Þeir stóðu sig ljómandi vel og voru kátir með heimsóknina :)

Verklok á Nesjavöllum

29.09.2015

Okkar menn eru búnir að ljúka sínum verkefnum á Nesjavöllum og eru loksins komnir heim :)

Verkefnið gekk vel og göngum við stollt frá því.

Innlit í smiðjuna

10.09.2015

Það var heldur rólegt um að litast í smiðjunni í dag, flestir voru að vinna að verkefnum utan smiðjunnar :)

Nesjavellir

01.09.2015

Verkefni á Nesjavöllum eru búin að halda röskum Eyjablikkurum við efnið :)

Myndir frá Opnu húsi :)

18.08.2015

Það var mikið stuð og mikið gaman þegar við buðum gestum og gangandi að kíkja í smiðjuna og sjá hvað við erum að aðhafast svona dags daglega :)

Starfsmenn Eyjablikk skelltu sér svo á RibSafari í tilefni dagsins.

Opið hús :)

15.07.2015

 

 

Opið hús í Eyjablikk laugardaginn 18.júlí

02.07.2015

Eyjablikk hefur verið að taka töluverðum breytingum upp á síðkastið, húsnæðið stækkað og tækjakostur hefur verið uppfærður.

Af því tilefni langar okkur að bjóða Vestmannaeyjingum í heimsókn laugardaginn 18.júlí frá kl 10 - 13.

Allir velkomnir að koma og sjá hvað við erum að gera og skoða tæki og tól. Við ætlum að grilla pylsur, bjóða upp á kaffi og gotterí og vera með hoppukastala fyrir börn (og áhugasama fullorðna).

Hlökkum til að sjá sem flesta :)

Ný beygjuvél

29.05.2015

Og enn höldum við áfram að uppfæra tækjakostinn okkar. Ný beygjuvél parar vel við nýju klippurnar :) Stebbi er auðvitað mjög sáttur með gripinn.

Annars er bara góður föstudagur og nóg að gera hjá okkur eins og aðra daga.

Sumarið komið og nýju klippurnar líka :)

12.05.2015

Við höldum áfram að uppfæra tækjakostinn. 

Nýju klippurnar eru komnar á fullt í vinnu, og menn ánægðir með þær og spenntir að prófa og nota.

Leikskólinn Sóli í heimsókn

06.05.2015

6 strákar af leikskólanum Sóla kíktu í heimsókn til okkar til að skoða alvöru smiðju.