Sagan okkar

 

Eyjablikk ehf var stofnað í apríl 1997 af Ísloft blikk- og stálsmiðju ehf og Stefáni Þ. Lúðvíkssyni þegar sá síðarnefndi ákvað að flytja til Vestmannaeyja,

og var markmiðið með stofnununni að Stefán hefði eitthvað við að gera eftir flutning sinn til Eyjanna.

 

Ísloft átti nokkrar vélar sem ekki voru í notkun hjá fyrirtækinu og þótti tilvalið að þær færu til Eyja til brúks í nýju smiðjunni. Í upphafi átti Stefán að fá

verkefni frá Íslofti til að reksturinn gæti nú gengið, enda ekki vitað um þörfina fyrir fyrirtækið í Vestmannaeyjum.

Fljótlega kom þó í ljós að þörfin var fyrir hendi og Eyjamenn tóku fyrirtækinu opnum örmum, bæði fyrirtæki og einstaklingar,  en einungis var um eitt

smíðaverkefni að ræða sem flutt var frá höfuðborginni til að halda starfseminni gangandi á upphafsárinu.

 

Eyjablikk ehf hóf starfsemi sína í 100m2 leiguhúsnæði við Strandveginn, það þótti rúmgott og bjart í upphafi fyrir starfsmanninn. Í byrjun árs 1998 var

fyrsti starfsmaðurinn ráðinn til starfa og síðan þá hefur fyrirtækið vaxið nokkuð hratt, en í dag, árið 2015, starfa 18 manns í smiðju og 3 á skrifstofu.

 

Árið 2000 keypti Eyjablikk sitt eigið húsnæði að Flötum 27 og flutti í það um áramótin 2000-2001, það var um 200m2 að stærð. Við þessi kaup var hlutafé fyrirtækisins aukið og þá eignuðust Stefán og hans fjölskylda meirihlutan í fyrirtækinu, en Ísloft hafði átt meirihlutann frá stofnun þess. Árið 2009 keypti Stefán svo þá hluta sem Ísloft átti enn og er Eyjablikk nú alfarið í  eigu fjölskyldunnar.

 

Þar sem að fyrirtækið óx jafnt og þétt þá urðu þessir 200m2 fljótlega of litlir og því var farið í að kaupa fremrihluta húsnæðisins að Flötum 27 árið 2007. Miklar endurbætur þurfti að gera á því og var opnað á milli helminga í júní 2009, en starfsmenn og eigendur sáu alfarið um þau verk sem þar þurfti að vinna, voru þau unninn í „dauðatímanum“ .... sem skýrir þann tíma sem í það fór.

 

Þrátt fyrir helmings stækkkun var starsemin fljót að sprengja það húsnæði utan af sér og því varð úr að árið 2013 var húsnæðið að Flötum 25 keypt, við þau kaup stækkaði starfstöð Eyjablikks úr 400m2 í 1000m2.

 

Nú hefur fyrirtækið yfir að ráð fyrsta flokks húsnæði hvað varðar aðbúnað fyrir starfsmenn sem og rúmgóða og bjarta smiðju með góðum tækjakosti og erum við tilbúnir í öll þau verk sem viðskiptavinir okkar fela okkur með bros á vör J