Vinnuvernd

Umhverfis- og öryggismál

 

Markmið og gildissvið:

Að öryggis- og heilbrigðismál hjá fyrirtækinu séu til fyrirmyndar, aðbúnaður starfsmanna sé sem bestur og koma í veg fyrir fjarveru starfsmanna vegna slysa og veikinda. Reglan nær yfir alla starfsemi fyrirtækisins.

 

Eyjablikk ehf. vill búa starfsmönnum sínum heilsusamlegt og gott umhverfi, og skapa þar með vinnuaðstæður sem stuðla að velferð og árangri í starfi.

 

Eyjablikk leitast við að fylgja í hvívetna lögum nr.46/1980 um vinnuvernd, umhverfis- og öryggismál á vinnustað.

 

Nauðsynlegt er að starfsmenn séu meðvitaðir um umhverfis- og öryggismál á vinnustað.

 

Það er vilji Eyjablikks að taka fullt tillit til slíkra ábendinga sem til framfara geta orðið. Yfirmenn og aðrir starfsmenn bera ábyrgð á að farið sé eftir reglum um vinnuvernd, umhverfis- og öryggismál á vinnustað. Settar hafa verið verklagsreglur um öryggismál.

 

Framkvæmdarstjóri Eyjablikks sér um að kynna starfsmönnum þá áhættu, sem er á vinnustaðnum að því er varðar öryggi þeirra og heilsu, og sjá til þess að þeir fái nauðsynlega fræðslu og þjálfun. Einnig skal framkvæmdarstjóri passa upp á að vélar og tæknibúnaður, hættuleg efni og starfsaðferðir stofni ekki lífi og heilsu starfsmanna í hættu. Nauðsynlegt er að gæta þess að persónuhlífar séu til staðar, í góðu ástandi og notaðar í samræmi við reglur

 

Verkstjórar skulu fylgjast með því að ekki viðgangist einelti á vinnustaðnum