Fréttir

Júlí 2019

04.07.2019

Það stendur mikið til, nýr Herjólfur kominn til Eyja og styttist í að hann verði tekinn í notkun. Við fengum það verkefni að laga ekjubrúna á bryggjunni svo hún nýtist nýja Herjólfi.

Við smíðuðum viðbót við brúna, en viðbótin þarf að þola ýmislegt og er þess vegna smíðuð úr 20 og 30 mm þykku stáli og er með 40 mm polyethelyn í slitlistum. 

Við erum ekki vön að sjóða svona þykkt stál en það hafðist og þetta lék í höndunum á okkar mönnum. Enda eintómir snillingar að störfum :)